Innlent

Ástþór ætlar að setja útrásarvíkinga í gæsluvarðhald

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar, vill setja hryðjuverkalög á útrásarvíkinga og jafnframt að þeir verði settir í gæsluvarðhald. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.

„Við ætlum að sækja þýfið sem útrásarvíkingarnir stálu," sagði Ástþór. Útrásarvíkingar eiga ekki að njóta vafans, að mati talsmanns Lýðræðishreyfingarinnar.

Þá sagði Ástþór Lýðræðishreyfinguna geta veitt kjósendum frelsi undan ánauð ríkjandi stjórnmálaflokka.


Tengdar fréttir

Bjarni og Guðjón Arnar bjartsýnir

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er bjartsýnn á gott gengi flokksins í kosningunum á morgun þrátt fyrir að skoðanakannanir gefi til kynna að flokkurinn fái skell. Það á einnig við um Guðjón Arnar Kristjánsson, formann Frjálslynda flokksins.

Endurskipulagning bankakerfisins afar mikilvæg

Formenn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar telja eitt af mikilvægustu verkefnunum sem tilvonandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir vera að endurreisa bankakerfið. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×