Vefur Samfylkingarinnar verstur fyrir sjón- og heyrnaskerta 24. apríl 2009 15:41 Vefur Samfylkingarinnar er verstur af öllum vefjum stjórnmálaflokkanna. Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006. Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira
Vefur Samfylkingarinnar er með lélegasta aðgengið fyrir sjón- og heyrnaskerta samkvæmt óháðu mati fyrirtækisins Sjá ehf, sem gerði úttekt á aðgengi fatlaðra að vefjum allra flokkanna. Það var sérfræðingurinn Sigrún Þorsteinsdóttir sem skoðaði vefina en hún er sérfræðingur í aðgengismálum fatlaðra á vefnum. Hún telur alla vefina hafa sína annmarka gagnvart sjón-og heyrnaskertum. Bendir hún sérstaklega á að letrið á síðunum sé of lítið. Þá eru myndbönd frambjóðanda ekki textuð eða túlkuð fyrir heyrnaskersta. „Ef það er ekkert að manni þá er maður ekkert að spá í þesu," segir Sigrún um vanrækslu flokkanna gagnvart þessum hópi, sem að sjálfsögðu kjósa einnig, en eiga erfiðara með að nálgast stefnumál flokkanna í gegnum vefina sökum slæms aðgengis. Þegar talað er um aðgengi fatlaðra að vefsíðum er verið að tala um alla hópa fatlaðra, það er, blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, hreyfihamlaða, lesblinda, greindarskerta og fleiri. Ólíkir hópar fatlaðra hafa svo ólíkar þarfir. Að mati Sigrúna er vefur Vinstri grænna bestur. Hann hefur þó sína ókosti því það þyrfti að stækka letrið. Samfylkingin stendur sig hinsvegar verst af öllum flokkunum en vefurinn býður upp á stillingar til þess að stækka letur en það virkar ekki. Myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnalausa og svo er vefurinn að mörgu leyti afleitur fyrir blinda. Hægt er skoða nákvæma greiningu Sigrúnar á aðgengi vefjanna hér fyrir neðan. Besti vefurinn er efstur og svo koll af kolli þar til endað er á þeim versta. Vinstri grænir - nokkuð aðgengilegur flestum og vel aðgengilegur blindum einstaklingum. Þó þyrfti að vera hægt að stækka letrið. Borgarahreyfingin - ágætur en þó margir vankantar t.d. ótextuð/ótúlkuð myndbönd fyrir heyrnarlausa einstaklinga. Ágætur fyrir blinda einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn - nokkuð aðgengilegur blindum einstaklingum en inniheldur myndskeið sem heyrnarlausir einstaklingar hafa ekki aðgang að. Lýðræðishreyfingin - nokkuð slakur þó hann sé ágætur fyrir blinda einstaklinga. Frjálslyndir - nokkuð slakur sérstaklega fyrir blinda þar sem Málefni flokksins eru á PDF sem ekki allir blindir hafa aðgang að. Hægt að stækka letur (gott fyrir sjónskerta Framsókn - býður upp á stillingar fyrir lesblinda og sjónskerta einstaklinga sem er mjög flott en er afleitur fyrir blinda einstaklinga. Fann ekki nein myndskeið. Samfylking - býður upp á stillingar til að stækka letur sem virka ekki, myndbönd eru ekki textuð né túlkuð fyrir heyrnarlausa einstaklinga og vefurinn er að mörgu leyti afleitur fyrir blinda einstaklinga og hreyfimyndir (FLASH myndir) eru ekki skilgreindar þannig að blindir hafi gagn af þeim. Það er því nokkuð af efni á vefnum sem fatlaðir notendur hafa ekki aðgang að. Að lokum þykir Sigrúnu merkilegt að fæstir flokkanna hugi að þessum atriðum, þá sérstaklega í ljósi þess að ríkisstjórn Íslands hefur sett leiðbeiningar varðandi aðgengi fatlaðra að upplýsingum á vefsíðum en það gerði hún árið 2006.
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Sjá meira