EES-samningurinn í hættu falli Icesave 7. október 2009 06:00 Eiríkur Bergmann Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Náist ekki niðurstaða í Icesave-málinu er hætta á að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) verði sagt upp, að mati sérfræðinga í Evrópumálum. Ísland uppfyllir ekki skilyrði EES-samningsins, og hefur ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu, segir Eiríkur Bergmann, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Evrópusambandið (ESB) ætti með réttu að vera búið að krefjast úrbóta, en hefur ekki gert vegna umsóknar Íslands um aðild að sambandinu, segir Eiríkur. Dragi Ísland umsókn sína til baka, án þess að vera þá búið að samþykkja Icesave muni framkvæmdastjórn ESB að öðru óbreyttu ekki eiga aðra úrkosti en að segja upp EES-samningnum. „Ísland hefur tvær mögulegar leiðir. Annars vegar að samþykkja Icesave, taka að fullu þátt í alþjóðlegu samstarfi, og njóta stuðnings sem í því felst á frjálsum markaði. Hins vegar getum við dregið okkur út úr hinum alþjóðlega fjármagnsmarkaði, hætt við Icesave og haldið gjaldeyrishöftunum. Ég legg ekki mat á hvor leiðin er vænlegri,“ segir Eiríkur. Kristján Vigfússon, aðjúnkt og forstöðumaður Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, segir erfitt að spá fyrir um hvað gerist í alþjóðastjórnmálum um þessar mundir, en ljóst sé að framkvæmdastjórn ESB hafi áhyggjur af gjaldeyrishöftum hér á landi. Það megi meðal annars sjá á spurningum sambandsins til íslenskra stjórnvalda vegna aðildarviðræðna Íslands að ESB. Alþjóðakerfið er óútreiknanlegt, og ekki er hægt að útiloka að náist ekki samkomulag um Icesave geti það leitt af sér uppsögn EES-samningsins, segir Kristján. Hann segist þó varla trúa því að til þess muni koma, enda hafi tekist að halda samningnum utan við þær milliríkjadeilur sem íslensk stjórnvöld standi nú í. Komi til uppsagnar yrði það varla fyrr en að yfirstöðnu kæruferli hjá Eftirlitsstofnun EFTA, segir Kristján. Slíkt mál yrði væntanlega forgangsmál hjá stofnuninni, og myndi líklega taka einhverja mánuði í vinnslu. „Það er ekki hægt að útiloka að EES-samningurinn sé í hættu, en í mínum huga eru töluvert miklar líkur á að ef við göngum ekki frá Icesave verður aðildarumsókn okkar [að ESB], sem við vorum að vonast til að færi fyrir leiðtogaráð ESB í desember, varla tekin fyrir á þeim fundi,“ segir Kristján.brjann@frettabladid.is Kristján Vigfússon
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira