Innlent

EES-samningurinn ekki í hættu vegna Icesave

Mynd/Stefán
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé ekki í hættu náist ekki niðurstaða í Icesave málinu. Hann segir segir slíkt fráleitt. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur út í málið á þingfundi í dag.

Haft var eftir Eiríki Bergmann, dósent og forstöðumanni Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, í Fréttablaðinu í dag að Ísland

uppfylli ekki skilyrði EES-samningsins og hafi ekki gert frá því neyðarlögin heftu frjálst flæði fjármagns frá landinu.

Vigdís sagði spunameistara Samfylkingarinnar halda upp hræðsluáróðri vegna Icesave samkomulagins. Eðlilegra væri að endurskoða neyðarlögin því þau geri upp á milli þjóðernis fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×