Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið 19. júní 2009 06:00 Björn Mikkaelsson „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu," segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. „Ég hefði örugglega séð eftir því hefði ég ekki gert þetta. Það er búið að króa mann þannig af að ég hef engu að tapa." Björn tók 36 milljóna króna lán í erlendri mynt fyrir húsinu árið 2003. Hann reisti það sjálfur enda var hann með fyrirtæki sem sérhæfði sig í því. „Ég hef því byggt fleiri hús en ég hef rifið svo staðan er enn í plús hvað það varðar," bætir hann við í gríni. Fyrir tveimur árum fór svo að síga á ógæfuhliðina og reksturinn rann út í sandinn á síðasta ári. „Þetta er samspil af mörgum þáttum, ég var kominn í vanskil hjá bankanum þar sem ég lenti í slæmum kúnnum sem borguðu mér ekki. Þetta leiddi til þess að ég lenti í greiðsluerfiðleikum og húsið átti að fara á uppboð nokkrum dögum eftir bankahrun. Þá var lánið komið upp í 78 milljónir." Hann segist hafa fengið þau svör í bankanum að hann yrði að semja sig út úr vandanum en hann fengi enga viðsemjendur því skilanefnd hefði ekki tíma til að sinna hans máli. Hann segist sjálfur búa hjá vinafólki um þessar mundir en kona hans er komin til útlanda. Þau eiga tvö börn sem bæði eru uppkomin. Hann leiti nú að vinnu, annars sé allt á huldu hjá þeim hjónum með framtíðina. „Ef ég á að dúsa í prísundinni fyrir að rústa einu húsi þá verður örugglega þröngt á þingi því allir þeir sem rústuðu þjóðinni hljóta þá að vera þarna líka," segir hann að lokum.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira