Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur nú frammi fyrir því í fyrsta sinn í langan tíma að finna nýjan þjálfara.
„Sigurður er búinn að vera hjá okkur í tólf ár og við höfum ekkert þurft að hugsa um. Nú er allt í einu komin upp ný staða," sagði Margeir Elentínusson, formaður körfuknattleiksdeildar.
„Við erum annars ekkert farnir að spá í framhaldið. Við munum boða til fundar eftir helgina og fara yfir þá möguleika sem eru í stöðunni. Eftir það munum við ræða við einhverja aðila. Við erum opnir fyrir öllu í þeim efnum og næsti þjálfari þarf ekki endilega að koma frá Keflavík," sagði Margeir.