Innlent

Nýir kjörseðlar sendir til Árósa

Íslendingar sem þurftu frá að hverfa þegar þeir ætluðu að greiða atkvæði í alþingiskosningum á ræðismannsskrifstofu Íslands í Árósum á fimmtudag fengu nýtt tækifæri til að kjósa í gær. Þá höfðu nýir kjörseðlar verið sendir frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til Árósa. Á vef Íslendingafélagsins í Árósum sagði að gert væri ráð fyrir að kjörseðlarnir bærust um hádegisbil í gær og því ætti fólk að geta nýtt kosningarétt sinn. Fram kom hjá mbl.is að íslenski sendiráðspresturinn myndi síðan sjá um að koma atkvæðaseðlum landa sinna í tæka tíð heim. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×