Erlent

Blaðakona í mótmælasvelti

Íransk-bandaríska blaðakonan Roxana Saberi er í mótmælasvelti. Saberi var fyrr í mánuðinum dæmd í átta ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bandaríkin. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum.

Móðir hennar er japönsk og faðir hennar íranskur. Saberi hefur búið í Íran í sex ár og verið fréttaritari þar fyrir vestræna fjölmiðla.

Reza Saberi greindi frá því í morgun að hann hefði fengið símtal frá dóttur sinni sem tjáði honum að hún væri búin að vera í mótmælasvelti í fimm daga vegna fangelsisdómsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×