Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli 25. apríl 2009 07:00 Mynd/GVA Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Alltaf er talsvert um ógilda kjörseðla í hverjum kosningum. Algengast er að merkt sé við einn lista en einstaklingur strikaður út af einhverjum öðrum lista, sem ógildir atkvæðið, segir Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Til að atkvæðaseðill teljist gildur má ekki eiga á nokkurn hátt við lista annan en þann sem kjósandinn hyggst greiða atkvæði sitt. Sveinn segir í raun duga að strika út eitt nafn á lista til að sá listi teljist hafa fengið atkvæði kjósandans, jafnvel þó sá kjósandi krossi ekki við listabókstafinn. Þess vegna teljist atkvæðaseðlar þar sem merkt er við einn lista en strikað út af öðrum alltaf ógildir, þar sem ómögulegt sé að segja til um hvorn listann viðkomandi kjósandi ætlaði sér að kjósa. Kjósendur mega þó alltaf merkja við sinn lista, strika menn út af þeim lista, eða breyta röð þeirra með tölustöfum. Alltaf er eitthvað um að kjósendur ógildi kjörseðla sína með því að krota á þá, eða skrifa á spássíuna. Sumir ganga svo langt að skrifa vísur á kjörseðilinn. Í slíkum tilvikum verður yfirkjörstjórn að líta svo á að búið sé að auðkenna kjörseðilinn, í raun merkja hann ákveðnum kjósanda. Þar sem slíkt er með öllu óheimilt telst slíkur kjörseðill ógildur, segir Sveinn. Geri kjósendur mistök í kjörklefanum, eða iðrist þess að hafa párað stöku á kjörseðilinn, geta þeir fengið nýjan kjörseðil afhentan. Þá má að sjálfsögðu ekki stinga þeim fyrri í kjörkassann, heldur skal hann afhentur fulltrúum kjörstjórnar. brjann@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira