Innlent

Átján oddvitar geta ekki kosið sjálfa sig

Í kosningunum í dag eru fjölmargir í framboði sem ekki geta kosið sjálfa sig. Helgast það af því að þeir hafa lögheimili í öðru kjördæmi en þeir eru í framboði í.

Á þetta við um oddvita átján framboðslista af 42.

Allir oddvitar Framsóknarflokksins eru á lista í því kjördæmi sem þeir búa í en það á aðeins við um einn oddvita Lýðræðishreyfingarinnar. Þessi staða er uppi hjá þremur oddvitum Borgarahreyfingarinnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna og tveimur hjá Sjálfstæðisflokknum og Frjálslynda flokknum.

Meðal þeirra sem ekki geta kosið sjálfa sig eru Árni Páll Árnason, Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Karl V. Matthíasson, Sturla Jónsson og Ástþór Magnússon.

Nokkuð er um liðið síðan lögum var breytt á þann veg að fólk gæti boðið sig fram í öðru kjördæmi en það hefur lögheimili í. - bþs













Katrín Jakobsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson


Sturla Jónsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×