Úkraínska liðið Shakhtar Donetsk varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða eftir sigur á Werder Bremen frá Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarkeppninnar, 2-1.
Það voru Brasilíumenn sem skoruðu öll mörk leiksins. Fyrst Luiz Adriano fyrir Donetsk á 25. mínútu en svo jafnaði Naldo metin fyrir Þjóðverjana aðeins ellefu mínútum síðar.
Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og því þurfti að framlengja leikinn. Sigurmarkið skoraði Jadson á 97. mínútu með skoti úr vítateig eftir sendingu fyrirliðans Dario Srna. Tim Wiese, markvörður Bremen, varði oft vel í leiknum en hefði ef til vill mátt gera betur þá.
Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Shakhtar Donetsk.