Íslendingar hlaupa í Sahara 11. mars 2009 04:30 Tveir íslenskir ofurhlauparar taka þátt í Sahara eyðimerkurmaraþoninu sem fram fer í Marokkó um næstu mánaðamót og verða þeir fyrstir íslenskra hlaupara til að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta eru þeir Ágúst Kvaran og Justin Bjarnason. Ágúst Kvaran segir að Justin Bjarnason, sem er af íslensku bergi brotinn en býr í Englandi, hafi hringt í sig nýlega og sagt sér að hann taki einnig þátt í hlaupinu. Þeir hafi síðan verið í tölvusambandi. Sahara eyðimerkurmaraþonið er áfangahlaup þar sem hlaupið er í eyðimörkinni sunnan Atlasfjalla í suðausturhluta Marokkó. Nákvæmri hlaupaleið og vegalengd er haldið leyndri fram á síðasta dag fyrir hlaup. Hlaupin eru sex hlaup á sjö dögum, samtals um 245 kílómetrar. Fyrstu þrjá dagana eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag. Á fjórða degi er ofurmaraþon þegar hlaupin er 75-80 kílómetra leið. Fimmti dagurinn er hvíldardagur en á þeim sjötta er hlaupið maraþon, 42,2 kílómetrar, og svo endað síðasta daginn á 15-20 kílómetra hlaupi. Undirlag er fjölbreytt, að sögn Ágústs, allt frá lausum sandi til stórgrýtis. Hlaupið er yfir fjallgarða og í uppþornuðum árfarvegum. Keppendur bera matarbirgðir og eldunar- og svefnbúnað frá fyrsta degi fyrir allt tímabilið en fá vatn með reglulegu millibili. Dvalist er í tjaldbúðum milli hlaupa. Hiti um hádaginn getur farið upp undir fimmtíu stig og niður fyrir tíu gráður á nóttunni. Yfir 800 keppendur eru skráðir til þátttöku, frá um 39 þjóðlöndum. Hlaupið er skipulagt af Frökkum í samvinnu við innfædda. Fylgst er með hlaupinu og það myndað af sjónvarpsstöðinni Eurosport. - ghs Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Tveir íslenskir ofurhlauparar taka þátt í Sahara eyðimerkurmaraþoninu sem fram fer í Marokkó um næstu mánaðamót og verða þeir fyrstir íslenskra hlaupara til að taka þátt í þessu hlaupi. Þetta eru þeir Ágúst Kvaran og Justin Bjarnason. Ágúst Kvaran segir að Justin Bjarnason, sem er af íslensku bergi brotinn en býr í Englandi, hafi hringt í sig nýlega og sagt sér að hann taki einnig þátt í hlaupinu. Þeir hafi síðan verið í tölvusambandi. Sahara eyðimerkurmaraþonið er áfangahlaup þar sem hlaupið er í eyðimörkinni sunnan Atlasfjalla í suðausturhluta Marokkó. Nákvæmri hlaupaleið og vegalengd er haldið leyndri fram á síðasta dag fyrir hlaup. Hlaupin eru sex hlaup á sjö dögum, samtals um 245 kílómetrar. Fyrstu þrjá dagana eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag. Á fjórða degi er ofurmaraþon þegar hlaupin er 75-80 kílómetra leið. Fimmti dagurinn er hvíldardagur en á þeim sjötta er hlaupið maraþon, 42,2 kílómetrar, og svo endað síðasta daginn á 15-20 kílómetra hlaupi. Undirlag er fjölbreytt, að sögn Ágústs, allt frá lausum sandi til stórgrýtis. Hlaupið er yfir fjallgarða og í uppþornuðum árfarvegum. Keppendur bera matarbirgðir og eldunar- og svefnbúnað frá fyrsta degi fyrir allt tímabilið en fá vatn með reglulegu millibili. Dvalist er í tjaldbúðum milli hlaupa. Hiti um hádaginn getur farið upp undir fimmtíu stig og niður fyrir tíu gráður á nóttunni. Yfir 800 keppendur eru skráðir til þátttöku, frá um 39 þjóðlöndum. Hlaupið er skipulagt af Frökkum í samvinnu við innfædda. Fylgst er með hlaupinu og það myndað af sjónvarpsstöðinni Eurosport. - ghs
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira