Enski boltinn

Effenberg: Beckham var grófari en Keane

Nordic Photos/Getty Images

Þjóðverjinn Stefan Effenberg sem áður lék m.a. með Bayern Munchen, segir að David Beckham sé ekki eins saklaus og hann lítur út fyrir að vera.

Effenberg lék til úrslita með Bayern í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tíu árum þegar Manchester United vann dramatískan sigur og tryggði sér þrennuna frægu.

Hann segir að þó írski harðjaxlinn Roy Keane hafi látið finna vel fyrir sér, hafi Beckham verið verri á velli.

"Þetta voru hörkueinvígi," sagði Effenberg í samtali við Bild í Þýskalandi. "Ég barðist við bæði Roy Keane og David Beckham. Ég man að Beckham var undirförull. Keane spilaði fast og það var fínt, því hann kom beint á mann. Beckham laumaðist aftan að manni og miðaði á hásinarnar. Ég var ekki par hrifinn af því," sagði Effenberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×