Margrét Kara Sturludóttir skoraði 21 stig, hirti 9 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir KR og Sigrún Ámundadóttir skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst.
Hjá Hamri var LaKiste Barkus stigahæst með 27 stig og hirti auk þess 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar og Julia Demirer skoraði 24 stig og hirti 15 fráköst.