Skoðun

Er stjórnin sek um landráð?

Jón Þór Ólafsson skrifar
Evrópusambandið er ekki aðeins efnahagssamband. ESB er erlent yfirvald með yfirráð yfir mörgum innanríkismálum aðildarríkjanna. Svo spurning vaknar hvort það séu landráð að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð.

Almenn hegningarlög tala um landráð í 86. gr: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“

Eru stjórnarliðar sekir um: „verknað, sem miðar að því, að reynt verði með [...] nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð“ ESB? Ef rétt reynist að Icesave-samningur ríkisstjórnarinnar miðar að því að liðka fyrir inngöngu Íslands í ESB; En sönnunargögn þess efnis hrannast upp úr öllum áttum. Og ef frásagnir þingmanna um að vera beittir nauðung í Icesave-málinu eru sannar; En það að hóta stjórnarslitum er nauðung. Þá hafa hinir ábyrgu í ríkisstjórn gert sig að landráðamönnum fyrir landslögum.

Höfundur er stjórnmála-fræðingur.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×