Viðskipti innlent

Straumur féll um rúman fjórðung

William Fall, forstjóri Straums, ásamt stjórnarformanninum, Björgólfi Thor Björgólfssyni.
William Fall, forstjóri Straums, ásamt stjórnarformanninum, Björgólfi Thor Björgólfssyni.

Gengi hlutabréfa í Straumi hrundi um 26,57 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í fjárfestingabankanum endaði í 1,05 krónum og hlut en fór til skamms tíma í rúma 90 aura á hlut. Að öðru leyti einkenndist dagurinn af lækkun hlutabréfaverðs.

Gengi bréfa í Bakkavör féll um 4,04 prósent og Marel um 3,29 prósent auk þess sem bréf Færeyjabanka lækkaði um 0,84 prósent, Atlantic Petroleum um 0,64 prósent og Össurar um 0,1 prósent.

Gengi bréfa í Eimskip hækkað um 1,94 prósent og Century Aluminum um 1,77 prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan gamla (OMXI15) féll um 3,18 prósent og endaði í 334 stigum.

Nýja vísitalan (OMXI6) féll um 5,51 prósent og endaði í 884,67 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×