Tæplega 8% hlutur í danska fasteignafélaginu Sjælsö Gruppen er nú til sölu en hluturinn er í eigu Samson sem er gjaldþrota og í skiptameðferð.
Fjallað er um málið í brösen.dk sem hefur eftir Helga Birgissyni hjá Forum Advokater sem er skiptastjóra þrotabúsins að eignarhlutur þessi sé skráður hjá Novator Properties sem aftur er stærsta eign þrotabúsins.
Auk fyrrgreinds hlutar í Sjælsö Gruppen er fj0öldi eigna í Austur Evrópu einnig til sölu á vegum þrotabúsins.
Börsen.dk segir að salan á hlutnum vekji athygli því að fyrr í vikunni sagði Torben Rönje, sem er stór hlutahafi í Sjælsö, að gjaldþrot Samson myndi ekki breyta eigendahóp félagsins.
Bræðurnir Torben og Ib Rönje eiga ásamt Björgólfi Thor Björgólfsyni 30% í Sjælsö Gruppen gegnum félagið SG Nord Holding.