Fótbolti

Sagnol að hætta

NordicPhotos/GettyImages

Franski bakvörðurinn Willy Sagnol mun líklega leggja skóna á hilluna fljótlega. Þetta segir Uli Höness framkvæmdastjóri Bayern Munchen.

Sagnol hefur verið í herbúðum Bayern síðan árið 2000 og hefur unnið einn Evróputitil, fimm Þýskalandstitla og fjóra bikartitla með liðinu.

Hann á auk þess að baki 58 landsleiki fyrir Frakklands hönd og var í silfurliði Frakka á HM 2006.

Sagnol er 31 árs gamall og var meiddur meira og minna alla síðustu leiktíð. Hann fór í uppskurð meiðsla á hásin fyrir yfirstandandi tímabil en hefur ekki náð sér nógu vel eftir það.

"Ég ræddi við Sagnol í vikunni og mér skilst að hann ætli að hætta," sagði Hoeness í samtali við þýska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×