Formúla 1

F1: Úrskurður í kærumálum í dag

Heimsráð FIA mun í dag úrskurða í áfrýjunarmáli sem tekið var fyrir á fundi í París í gær. Fjögur lð kærðu Williams, Toyota og Brawn liðin fyrir að vera með ólöglegan búnað í fyrastu tveimur mótinum.

Dómarar FIA höfðu áður vísað málinu frá, en kærendur áfrýjuðu. Málið snýst um svokallaða loftdreifa sem eru aftan á keppnisbílum og sjá þeir um að miðla loftinu afturundan þeim og eru mikilvægur hluti bíla.

Ferrari, Renault, BMW og Red Bull telja að liðin þrjú hafi mistúlkað reglur FIA og vilja banna búnaðinn sem liðin nota. Brawn liðið vann tvö fyrstu mótin með búnaðinn til taks.

Vitnaleiðslur voru í málinu í gær og er niðurstöðu að vænta í dag. Ef kæran er tekinn til greina er hætt á að sigrar Brawn verði dæmdir af liðinu. Ef hún er ekki teikinn til greina verða nokkur lið að breyta bílum sínum til að endurbæta loftflæðið, en liðin þrjú virðast hafa hitt á hentugri hönnun loftdreifa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×