Þingmenn reiðubúnir til að taka ákvörðun um ESB umsókn 16. júlí 2009 10:15 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur nauðsynlegt að þjóðin fái að kjósa um málið. Mynd/ GVA. „Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni. Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
„Þingmenn eru meira en tilbúnir til að taka þessa ákvörðun," sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra við upphaf þingfundar í morgun. Umræður um þingsályktunartillögu um aðild að Evrópusambandinu hófust á Alþingi klukkan tíu. Össur sagði að þeir fjölmörgu þingmenn sem hefðu tekið þátt í umræðum um tillöguna hefðu gert það af þrótti. „Þeir hafa gert það af þekkingu og sumir hafa gert það af mikilli þekkingu," sagði Össur. Þá sagðist Össur telja að það væri skilningur af hálfu stjórnarandstöðunnar á því að það kunni að vera þjóðinni fyrir bestu að það verði látið reyna á aðildarumsókn. „Þetta gefur mér góðar vonir til að ætla það að hvernig sem atkvæðagreiðslan fer á Alþingi í dag verði hægt að ná samstöðu um það hvernig hægt verði að leggja af stað í þetta ferðalag," sagði Össur. Hann sagði að umræða um hugsanlega aðild að Evrópusambandinu hefði verið deilumál um árabil. Það væri komin tími á að þjóðin fengi að segja til um það hvernig eigi að leiða þetta mál til lykta. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði að möguleikar Íslands til að fá varanlegar undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins varðandi sjávarútvegsmál og landbúnað væru litlir sem engir. Þá benti hann á að ríkisstjórnin væri klofin í afstöðu til málsins. „Ég verð að segja að verði málið samþykkt á eftir þá er það einfaldlega vegna þess að einstakir þingmenn vinstri grænna hafa ákveðið að styðja við málið til að halda ríkisstjórnina áfram saman," segir Bjarni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokks, tók í sama streng og sagði ljóst að Icesave samkomulagið og aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu væru nátengd mál. Þór Saari, talsmaður borgarahreyfingarinnar, staðfesti að þrír þingmenn borgarahreyfingarinnar ætluðu að greiða atkvæði gegn tilllögu ríkisstjórnarinnar til að mótmæla Icesave samkomulaginu. Vildi hann ennfremur láta fresta atkvæðagreiðslunni.
Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira