Hjaltalín seinkar plötuútgáfu Freyr Bjarnason skrifar 15. ágúst 2009 10:00 Hljómsveitin Hjaltalín við upptökur á annarri plötu sinni, sem kemur líklega út á næsta ári. Vísir/Anton Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings. Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ólíklegt er að önnur plata Hjaltalín líti dagsins ljós á þessu ári. „Það er ekki búið að negla það niður en það er allt eins líklegt að hún komi út á næsta ári,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður Hjaltalín. Nánast öruggt er að platan komi ekki út í október eins og talið var í fyrstu. „Hljóðvinnslan hefur gengið mjög vel en þetta er orðið miklu stærra en menn ætluðu sér í upphafi. Menn ætla að sinna þessu gaumgæfilega og frekar gera þetta vel og örugglega en hratt og illa,“ segir Steinþór. Hjaltalín á fimmtán lög á lager sem hún á eftir að fínpússa. Fari svo að stóra platan komi ekki út á þessu ári verður hugsanlega gefin út EP-plata til að halda aðdáendum sveitarinnar við efnið. Steinþór vill ekki meina að peningavandræði séu ein af ástæðum seinkunarinnar. „Við höfum verið að leggjast í mjög dýr ferðalög en við erum ekkert í neinum vandræðum. Óhagstætt gengi krónunnar hefur vissulega komið niður á okkur á þessum ferðalögum, það er ekkert launungarmál.“ Hjaltalín er núna úti í Þýskalandi á tónleikaferð en í september hægist um hjá sveitinni og þá kemur endanlega í ljós hvort platan verði kláruð á þessu ári eður ei. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, kom út fyrir jólin 2007 við frábærar viðtökur gagnrýnenda og almennings.
Menning Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira