Stjörnuhelgi KKÍ er nú í fullum gangi í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi. Kristi Smith, leikmaður Keflavíkur, varð hlutskörpust í þriggja stiga keppninni hjá konunum.
Kristi fór í úrslit ásamt Heather Ezell, Jenny Pfifier-Finora og Koren Schram.
Úrslitin reyndust afar spennandi en Koren Schram hóf leik og setti 12 stig og setti mikla pressu á næsta keppanda sem var KR-ingurinn Jennifer Pfifer-Finora. Hún stóð sig afar vel og náði 10 stigum. Kristi Smith var þriðja og setti 13 stig. Var hún því stigahæst þegar Heather Ezell hóf leik. Ezell byrjaði á að geiga á fyrstu þremur skotun sínum og endaði með 10 stig.
Það er því Kristi Smith sem var sigurvegari keppninnar í ár.
Forkeppnin stig:
1. Heather Ezell Haukar 16 stig
2. Jennifer Pfifer-Finora KR 11 stig
3. Kristi Smith Keflavík 11 stig
4. Koren Schram Hamar 9 stig
5. Kristen Green Snæfell 7 stig
6. Birna Valgarðsdóttir Snæfell 7 stig
7. Hildur Sigurðardóttir KR 6 stig
8. Ólöf Helga Pálsdóttir Njarðvík 5 stig
Úrslit stig:
1. Kristi Smith Keflavík 13 stig
2. Koren Schram Hamar 11 stig
3. Jennifer Pfifer-Finora 10 stig
4. Heather Ezell 10 stig