Viðskipti innlent

50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið

Frá góðviðrisdegi á bökkum Thames í London.
Frá góðviðrisdegi á bökkum Thames í London.
Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag.

Í greininni segir að þessi óvænta og stórtæka aðgerð bankans undirstriki veikleikann sem umlykur alþjóðlega lánamarkaði en lánveitendur eru mjög tregir til að lána fyrirtækjum og einstaklingum um þessar mundir.

Með aðgerðunum í dag hefur Seðlabanki Englands sett 175 milljarða inn í breska hagkerfið eftir að lánsfjárkrísan fór að láta á sér kræla.

Áður hafði Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagt að breska ríkið myndi að hámarki setja 150 milljarða inn í hagkerfið til að koma því aftur á réttan kjöl.

Undanfarna fimm mánuði hafa stýrivextir í Englandi staðið í 0,5 prósentustigum og hafa þeir ekki verið svo lágir í 315 ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×