Ólafur skrifaði erlendum forsetum bréf um bankana 5. október 2009 05:00 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, skrifaði forseta Íslands bréf 11. ágúst síðastliðinn til að óska eftir upplýsingum um og afritum af bréfaskrifum forsetans í þágu íslenskra fjármálastofnana eða fyrirsvarsmanna þeirra á árunum 2000-2008. Auk þess að spyrja almennt um bréfaskipti þessu tengt tiltók Páll fjögur bréf sem hann bað forsetann um að afhenda nefndinni ljósrit af. Þar var um að ræða bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar, dagsett 11. júlí 2002 og þrjú bréf til erlendra fyrirmenna; bréf frá árinu 1998 til Jiang Zemin, fyrrerandi forseta Kína, og tvö bréf frá árinu 2005, annars vegar til Alexanders krónprins og Katrínar krónprinsessu í Serbíu og hins vegar til Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu. Í svari forsetaembættisins til Páls Hreinssonar frá 27. ágúst er getið um þrettán bréf, auk þeirra fjögurra sem rannsóknarnefndin óskaði sérstaklega eftir. „Aðeins í einu tilviki hefur forseti skrifað bréf gagngert til stuðnings íslensku fjármálafyrirtæki, en það er bréf til forseta Kasakstans þar sem fjallað er um fyrirhugaða starfsemi Creditinfo Group í landinu," segir í svari Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Síðan segir Örnólfur að í fáeinum bréfum öðrum sé vikið að starfsemi íslenskra banka í tilteknu landi en þá sé jafnframt fjallað um ýmis atriði önnur sem varða samvinnu Íslands og viðkomandi lands. Loks sé „í örfáum bréfum vikið að bönkunum í framhjáhlaupi og einu sinni nefnt það áhugamál fyrirsvarsmanns eins þeirra að fá William Jefferson Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda ræðu á Íslandi." Í svari forsetaembættisins til rannsóknarnefndar er tekið fram að forsetinn hafi sent meira en 200 bréf á árunum 2007-2008 til erlendra þjóðarleiðtoga og sendiherra, aðallega til stuðnings framboði Íslands til setu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Forsetaembættið afhenti á föstudag blaðamanni afrit af bréfaskiptum embættisins við rannsóknarnefndina eftir að hafa áður synjað um afhendingu. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira