Íslenski boltinn

Gary Wake hættur sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gary Wake ásamt Ernu Björk Sigurðardóttur, fyrirliða Breiðabliks.
Gary Wake ásamt Ernu Björk Sigurðardóttur, fyrirliða Breiðabliks. Mynd/ÓskarÓ

Kvennalið Breiðabliks þarf nú að leita að nýjum þjálfara fyrir næsta sumar eftir að Gary Wake tilkynnti sjórn félagsins að hann væri að flytja erlendis og gæti því ekki stýrt liðinu áfram.

Wake tók við liðinu af Vöndu Sigurgeirsdóttur fyrir nýafstaðið tímabil og skilaði liðinu í annað sæti Pepsi-deildar og úrslitaleik VISA-bikarsins þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Val eftir framlengdan leik.

„Þetta er náttúrulega bara nýkomið til að Gary tilkynnti okkur um að hann væri að flytja og því gekk þetta eðlilega ekki lengur upp. Það er náttúrulega alltaf eftirsjá í góðum þjálfara en það kemur bara maður í manns stað. Ég hef engar áhyggjur af því að við finnum ekki hæfann eftirmann til að stýra þessu liði því þetta starf er stór biti miðað við hvernig liðið er búið að vera að spila," segir Svavar Jósefsson, framkvæmdarstjóri Breiðabliks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×