Seðlabanki Svíþjóðar refsar bönkum fyrir að lána ekki 2. júlí 2009 10:25 Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira