Erlent

GSM símar geta verið hættulegir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vísbendingar eru um að GSM símar geti verið hættulegir.
Vísbendingar eru um að GSM símar geti verið hættulegir.
Þeir sem nota GSM síma til langstíma eiga hættu á að fá krabbamein síðar á ævinni, samkvæmt langtímarannsókn sem breska blaðið Daily Express segir frá. Rannsóknin, sem verður birt síðar á þessu ári, bendir til þess að tengja megi mikla notkun farsíma við heilaæxli.

Þátttakendur í rannsókninni voru nærri því 13 þúsund talsins. Gert er ráð fyrir því að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess að opinberir aðilar verði meðvitaðri um áhrif mikillar notkunar farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×