Innlent

Róleg nótt hjá lögreglu

Gærkvöldið og nóttin virðist hafa verið róleg hjá lögreglunni víðsvegar um landið. Víða var lítið ferðaveður og fáir á ferli.

Skemmtanahald var með rólegra móti í Reykjavík að sögn lögreglu en sex voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og þá var einn ökumaður stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur. Fjórir gistu fangageymslur í nótt.

Þá stöðvaði lögreglan í Borgarnesi ökumann í gærkvöldi sem grunaður var að aka undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×