Fótbolti

Zico ráðinn sem knattspyrnustjóri Olympiakos

Ómar Þorgeirsson skrifar
Zico.
Zico. Nordic photos/AFP

Brasilíska goðsögnin Zico hefur tekið við stjórnartaumunum hjá grísku meisturunum í Olympiakos sem leika í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Temuri Ketsbaia hætti óvænt sem stjóri félagsins á dögunum eftir nokkurra mánaða veru hjá félaginu.

Zico var nýlega rekinn sem stjóri CSKA Moskvu en hann tók við félaginu í janúar.

Zico hefur farið víða á þjálfaraferli sínum en hann var áður landsliðsþjálfari Japan auk þess sem hann var knattspyrnustjóri hjá Kashima Antlers í Japan, hjá Fenerbahce í Tyrklandi, hjá Bunyodkor í Úsbekistan auk þess að stýra eins og áður CSKA Moskvu frá Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×