Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst 29. júlí 2009 06:00 Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarðs dollara. Í nóvember voru greiddar 827 milljónir dala og átti afgangurinn að greiðast í átta jöfnum greiðslum. Mynd/Vilhelm Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Líklegast er að fyrirgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæðan sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðalhindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greiddur út í nóvember og átti afgangurinn að greiðast í átta afborgunum á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóvember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisvar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórnvalda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitthvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið," segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samningnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta," segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar bagalegt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu," segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwadowski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira