Viðskipti erlent

Umfangsmikil olíuleit að hefjast við Grænland

Grænland gæti orðið næsta mekka fyrir olíu- og gasiðnaðinn ef áætlanir heimastjórnar landsins ganga eftir. Næst vor hefst umfangsmikil olíuleit við landið og hafa 13 olíufyrirtæki ákveðið að taka þátt í henni.

Í fyrstu umferð verða fjórtán gríðarstór svæði boðin út til olíuleitar og vinnslu út af vesturströnd Grænlands, það er á Baffin Bay svæðinu. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Börsen í dag.

Árið 2012 er síðan ætlunin að bjóða út svæði við austurströnd Grænlands til olíuleitar og vinnslu. „Áhuginn hefur verið gríðarlega mikill," segir Jörn Skov Nielsen forstjóri Råstofdirektoratet sem tilheyrir heimastjórn Grænlands. Hann segir að þau 13 olíufyrirtæki sem stóðust kröfur heimastjórnarinnar fyrir olíuleit hafi verið mun fleiri en menn áttu von á.

Talið er að samanlagðar olíu- og gasbirgðir undan ströndum Grænlands nemi um 18 milljörðum tunna. Hinsvegar eru aðstæður erfiðar við að vinna þetta magn, sérstaklega gasið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×