Viðskipti innlent

Orkuveita Reykjavíkur samdi við VÍS

Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Vátryggingafélag Íslands, VÍS, um að annast lögboðnar og valkvæðar tryggingar fyrirtækisins. Forstjórar fyrirtækisins, þeir Hjörleifur B. Kvaran frá Orkuveitu Reykjavíkur og Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri VÍS, hafa undirritað samning þessa efnis.

Orkuveitan bauð út tryggingarnar á Evrópska efnahagssvæðinu og bárust þrjú tilboð, öll frá íslenskum tryggingafélögum. Hagstæðasta tilboðið barst frá VÍS og má meta samninginn, sem gerður er til þriggja ára, á um 135 milljónir króna.

Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir það mikilvægt fyrir Orkuveituna og allan almenning að fyrirtækið njóti góðrar þjónustu tryggingafélags. „Þrír af hverjum fjórum Íslendingum njóta þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur og telji einhver þeirra sig hafa orðið fyrir tjóni af okkar völdum, skiptir miklu máli að fljótt og vel sé greitt úr slíkum málum," segir Hjörleifur í tilkynningu frá Orkuveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×