Körfubolti

Lifandi þjóðsöngur fyrir bikarúrslitaleikina

Körfuknattleikssambandið hefur tilkynnt að tveir stórsöngvarar muni syngja þjóðsönginn fyrir úrslitaleikina í Subway-bikarnum sem fram fara í Laugardalshöllinni á sunnudaginn.

Hingað til hefur þjóðsöngurinn verið spilaður á bandi áður en flautað er til leiks, en á sunnudaginn verður farið alla leið og boðið upp á lifandi flutning.

Sópransöngkonan Gréta Hergils Valdimarsdóttir mun flytja þjóðsönginn fyrir kvennaleikinn sem hefst klukkan 14, en þar mætast Keflavík og KR.

Það verður svo tenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem syngur þjóðsönginn fyrir karlaleikinn sem hefst klukkan 16:00, en þar eigast við Stjarnan og KR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×