Innlent

Maðurinn sem gekk berserksgang lést í fangaklefa í morgun

Séð inn í fangaklefa á Hverfisgötu.
Séð inn í fangaklefa á Hverfisgötu.

Maður sem gekk berserksgang í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi lést í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Lögregla var kölluð á vettvang að húsi í vesturbænum í nótt en þá hafði maðurinn forðað sér að sögn vitna. Skömmu síðar fékk lögreglan aftur hringinu og þá hafði hann snúið aftur og var sagður vopnaður.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang tók maðurinn á móti þeim vopnaður hnífi sem hann hótaði að nota. Lögreglumennirnir beittu þá piparúða á manninn og yfirbuguðu.

Hann lést síðan í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í morgun en lögreglumenn komu að honum rétt fyrir hálf ellefu.

Geir Jón segir að um mann á fimmtugsaldri sé að ræða en svo virðist sem hann hafi hengt sig. „Við eigum eftir að fá nánari niðurstöðu frá réttarmeinafræðingi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×