Formúla 1

Button vongóður um betri tíma á morgun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Brawn bílarnir.
Jenson Button, sem leiðir stigakeppni ökuþóra í Formúlu-1, var ekki ánægður með Brawn bílinn í dag. Harry Kovalainen var fyrstur en Button tólfti.

Button er sannfærður um að tækniliðið geti lagað þau vandræði sem komu upp en keppt er í Tyrklandi um helgina.

"Fyrsti dagur æfinga var erfiður hjá okkur. Við vorum að reyna að finna rétt jafnvægi á bílinn. Við reyndum margar mismunandi uppsetningar á brautinni en því miður fundum við ekki alveg þá réttu."

"Þess vegna náðum við ekki fullu gripi á brautinni. Hins vegar náðum við að sanka að okkur miklum upplýsingum sem við þurfum að skoða vel fyrir keppnina sjálfa. Við vitum hvers vegna við náum ekki öllu út úr bílnum."

"Við skoðum þetta í kvöld og ég er vongóður um að við getum náð betri tímum í tímatökunni á morgun," sagði Button.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×