Sigfús: Spurning um hvort liðið langar meira í titilinn 27. apríl 2009 13:34 Sigfús Sigurðsson Mynd/Arnþór "Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði." Olís-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira
"Þetta eru að mínu mati tvö bestu lið landsins í dag og ef sigurinn kostar það að við séum blóðugir og brotnir, þá verður að hafa það. Ég veit að Haukarnir hugsa slíkt hið sama," sagði varnarjaxlinn Sigfús Sigurðsson hjá Val í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í fyrsta úrslitaleik Hauka og Vals í N1 deildinni í kvöld. Leikurinn í kvöld er á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 19:45. Vísir spurði Sigfús hvað Valsmenn þyrftu að gera til að landa titlinum. "Við þurfum að spila skynsamlega í sókninni, gera fáa tæknifeila, nýta færin okkar, spila góðan varnarleik og nýta hraðaupphlaupin okkar. Aðall okkar er auðvitað varnarleikurinn og það er hann sem við treystum áfram á. Það er raunar eins hjá Haukunum og því er þetta bara spurning um það hvort liðið langar meira að vinna titilinn," sagði Sigfús. "Ég held að flestir sem eru að æfa séu í þessu til að komast í úrslitin og svitinn, tárin og blóðið er allt fyrir þetta," sagði línumaðurinn sterki. Sigfús hefur ekki verið heill heilsu undanfarið og gat lítið beitt sér gegn HK í undanúrslitarimmunni. "Skrokkurinn er auvitað orðinn dálítið gamall," sagði Sigfús, sem spilaði ekkert í fyrsta leiknum gegn HK í undanúrslitunum en kom aðeins við sögu í næstu tveimur. "Í rauninni hefði ég ekkert átt að spila og er bara að bíða eftir að komast í aðgerð eftir tímabilið. Þá þarf að skoða hvað þarf að laga. Ég veit ekki hvernig ég verð á morgun ef ég fæ þá að spila, en það er seinni tíma vandamál," sagði Sigfús. Hann segist alveg eins eiga von á að úrslitin ráðist ekki fyrr en í oddaleik í úrslitaeinvíginu. "Á miðað við hvernig leikir þessara liða hafa spilast í vetur á ég alveg eins von á því að þetta fari í fimm leiki. Það væri auðvitað þægilegt að vinna 3-0 en ég á nú ekki von á að svo verði."
Olís-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Sjá meira