Viðskipti innlent

Guðjón stofnar Hugmyndaráðuneyti

Galdra-karlinn úr Oz
Galdra-karlinn úr Oz

„Mér hefur fundist vanta vettvang fyrir fólk til að hittast í raunveruleikanum og mynda tengsl," segir Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og leiðbeinandi, löngum kenndur við Oz.

Hann stofnaði á dögunum Hugmyndaráðuneyti þar sem einstaklingar í frumkvöðlahug geta komið saman og sáð fræjum sínum óháð stofnunum og fyrirtækjum samhliða því að fræðast um starfsemi annarra.

Stofnfundur ráðuneytisins var haldinn á Thorvaldsenbar á laugardag og mættu fimmtíu manns. Næstu fundir verða haldnir hvern laugardag í næstu óskilgreindu framtíð en þar munu forsvarsmenn ýmissa fyrirtækja og samtaka halda stutta tölu áður en menn ræða málin.

Guðjón segir mikilvægt að hafa fundina stutta og leggja áherslu á tengslanetið þar sem fundargestir geti lært og nýtt sér reynslu annarra.

Upplýsingar um næsta fund er að finna á hugmyndaraduneytid.is. - jab














Fleiri fréttir

Sjá meira


×