Viðskipti erlent

Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti. MYND/AP
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni.

Sarkozy krefst þess að komið verði til móts við tillögur Frakka. Hann er leggur áherslu á að á fundinum verði samþykktar róttækar aðgerðir í stað tillagna sem hljómi vel en hafi ekki raunverulega merkingu. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt tillögur Frakka séu fáránlegar.

Brown og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, binda miklar vonir við leiðtogafundinn og sagt hann gríðlega mikilvægan. Óljóst er hvernig þeir munu bregðast við hótun Frakklandsforseta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×