Innlent

Neita að hafa staðið að amfetamínframleiðslu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson neita því báðir að hafa staðið að amfetamínframleiðslu við Rauðhellu í Hafnarfirði í október 2008.

Málið gegn Jónasi og Tindi var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mennirnir játa að hafa staðið að framleiðslu flókinna efna sem hægt er að nýta við amfetamínframleiðslu en segja að það hafi ekki verið ætlun þeirra að framleiða amfetamín.

Þá játaði Jónas Ingi Ragnarsson að hafa átt 18 kílógrömm af kannabisefnum og um 700 grömm af amfetamíni sem fannst við húsleit þegar ráðist var inn í fíkniefnaverksmiðjuna.

Efnin sem mennirnir viðurkenna að hafa framleitt eru 38 kílógrömm af P-2-NP og rúmir 3500 millilítrar af P-2-P, en efnin fundust við húsleit þann 16. október. Með ofangreindu magni af P-2-NP hefði mátt framleiða að minnsta kosti 353 kg af amfetamíni en einnig hefði verði hægt að framleiða úr efninu metamfetamín, samkvæmt því sem fram kemur í ákæru.








Tengdar fréttir

Amfetamínframleiðendur fyrir rétt á morgun

Hinir meintu amfetamínframleiðendur, Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónsson, verða leiddir fyrir dómara í fyrramálið vegna ákæru um stórfellda fíkniefnaframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×