Enski boltinn

Torres líklega frá vegna meiðsla í tvær til þrjár vikur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur greint frá því að framherjinn Fernando Torres verði líklega frá í nokkrar vikur vegna nárameiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarið.

Benitez kvaðst óviss hvort Torres yrði klár í slaginn að nýju þegar Liverpool mætir Manchester City eftir tæpar tvær vikur en staðfesti að Torres myndi ekki gangast undir aðgerð vegna meiðslanna.

„Fernando fer ekki í aðgerð eins og staðan er núna heldur verður hann í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum sem ætla að hjálpa honum að losna við meinið.

Ég veit ekki að svo stöddu hvort hann verði klár fyrir leikinn gegn Manchester City. Það er ólíklegt þar sem við erum líklega að tala um tvær til þrjár vikur en aðalmálið er auðvitað að hann jafni sig almennilega á meiðslunum," er haft eftir Benitez á heimasíðu Sky Sports fréttastofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×