Handbolti

Kiel vann Íslendingaslaginn gegn Fücshe Berlin

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic photos/AFP

Fjórir leikir fóru fram í efstu deild þýska handboltans í kvöld þar sem Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu 40-23 stórsigur gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum í Fücshe Berlin.

Aron Pálmarsson átti fínan leik með Kiel og skoraði þrjú mörk en Rúnar kárason skoraði eitt mark fyrir Fücshe Berlin.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í 25-32 sigri liðsins gegn Dormagen og Sturla Ásgeirsson skoraði eitt mark fyrir Düsseldorf í 30-29 sigri gegn Wetzlar.

Þá stóð Sverre Andreas Jakobsson vaktina í vörninni í liði Grosswallstadt sem vann frækinn 29-27 sigur gegn Flensburg en Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×