Enski boltinn

Ancelotti ætlar ekki að víkja fyrir Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Enskir fjölmiðlar hafa farið mikinn eftir að Jose Mourinho lýsti því yfir að hann ætlaði sér að stýra liði á Englandi á nýjan leik.

Mourinho naut mikillar velgengni hjá Chelsea allt þar til honum var ýtt út í september árið 2007.

Fjölmiðlar hafa eðlilega þegar orðað hann við sitt gamla félag en núverandi stjóri, Carlo Ancelotti, hefur ekki í hyggju að stíga upp fyrir Portúgalanum.

„Hann verður að bíða eitthvað eftir þessu starfi því ég er stjórinn og ekki á förum," sagði Ancelotti.

„Ég lít á það þannig að hann er þjálfari Inter þannig að ég er ekki í neinni keppni við hann um starfið. Það kemur mér samt ekkert á óvart að hann vilji koma aftur til Englands."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×