Nýsköpun varðar veginn 5. nóvember 2009 06:00 Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið hefur með heldur óþægilegum hætti kennt okkur mikilvægi þess að marka og framfylgja efnahagsstefnu til lengri tíma. Auk þess að sporna við óhóflegum lántökum, halda verðbólgu í skefjum, viðhalda stöðugum gjaldmiðli og lágum vöxtum þarf slík stefna að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Þannig eykst sveigjanleiki hagkerfisins og auðveldara verður að bæta þann skaða sem orðið hefur sem og að bregðast við þeim áföllum sem kunna að skella á okkur í framtíðinni. Veturinn fram undan verður erfiður en þegar horft er lengra fram veginn er ljóst að þar liggja mörg tækifæri sem geta, ef þau eru nýtt á réttan hátt, stuðlað að sterkara og sjálfbæru hagkerfi. Þrátt fyrir að mikil áhersla sé nú á stórframkvæmdir í umræðu um efnahags- og atvinnuuppbyggingu er ljóst að til lengri tíma litið skipta aðrir hlutir meira máli. Það er almennt viðurkennt á meðal hagfræðinga að nýsköpun skiptir sköpum þegar kemur að því að auka velferð almennings, fjölga störfum og auka samkeppnishæfni landa. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á uppbyggingu fjölbreytts atvinnulífs og þar er nýsköpun lykilatriði. Þannig sýna kannanir að vel helmingur af samanlagðri þjóðarframleiðslu Evrópulanda kemur frá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Allt að 70% nýrra starfa í hinu almenna atvinnulífi verða til í nýjum smáfyrirtækjum eða litlum eða meðalstórum fyrirtækjum í vexti. Til þess að nýsköpun geti þrifist og dafnað þarf að skapa þeim sem að henni starfa góð skilyrði. Í þeim tilgangi hafa nú verið lögð fram frumvörp á Alþingi sem ætlað er að bæta starfsumhverfi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja. Frumvörpin fela í sér lagalega umgjörð um nýsköpunarstarfsemi og breytingu á skattalegum atriðum til að skapa hvata fyrir nýsköpun og þróun í bæði nýjum og rótgrónum fyrirtækjum. Vonir standa til að af leiði umtalsverð fjölgun starfa við rannsóknir og þróunarstarf innan íslenskra fyrirtækja. Allir þeir er þekkja til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi vita að ótal hindranir eru í vegi fyrir því að árangur náist jafnvel þó að sú hugmynd sem lagt er af stað með líti vænlega út. Það er einlæg von mín að með þessum aðgerðum sé ríkisstjórn og Alþingi að koma þannig til móts við frumkvöðlastarfsemi að verulegur árangur náist. Ef vel tekst til mun kraftmikil nýsköpun varða veginn við endurreisn íslensks efnahagslífs og leggja grunn að fjölgun starfa og stöðugu og framsæknu hagkerfi til langrar framtíðar. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Höfundur er fjármálaráðherra.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar