Handbolti

Grátlegt tap hjá FCK í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnór Atlason.
Arnór Atlason. Mynd/Birkir Baldvinsson

Arnór Atlason og félagar í danska liðinu FCK sáu á eftir tveimur stigum á grátlegan hátt í dag er þeir mættu króatíska stórliðinu Croatia Osiguranje Zagreb.

Eftir að hafa lent sex mörkum undir, 18-24, kom FCK til baka og jafnaði metin nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Spennan var mikil á lokamínútunum og það var ekki fyrr en fimm sekúndur lifðu leiks að Croatia skoraði sigurmark leiksins. Lokatölur 28-29.

Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið enda voru þau jöfn með fjögur stig í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×