Fótbolti

A-lið Englands hefði lagt Brasilíu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

John Terry segir að ef England hefði getað teflt fram sínu besta liði gegn Brasilíu en ekki B-liðinu sem var á vellinum í gær hefði England unnið leikinn.

„Brasilía er vissulega frábært lið en við megum ekki gleyma okkar styrkleikum og gæðum. Við getum lagt öll lið í heiminum," sagði Terry brattur.

„Við hrósuðum Brössum mikið og það var mikil vináttulykt af þessum leik. Þetta tap er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef við hefðum verið með okkar besta lið hefðum við unnið leikinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×