Enski boltinn

Blanc efstur á lista yfir arftaka Fergusons

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mirror greinir frá því í dag að Frakkinn Laurent Blanc sé orðinn efstur á óskalista forráðamanna Man. Utd um hugsanlega arftaka Sir Alex Ferguson.

Forráðamenn United búast við því að Ferguson stýri liðinu út næstu leiktíð ef heilsan leyfir.

Tíðindin að Blanc sé kominn fram fyrir Jose Mourinho og Carlos Queiros í goggunarröðinni koma eflaust á óvart. Árangur hans með Bordeaux hefur þó ekki farið fram hjá David Gill og Sir Bobby Charlton sem hafa mest að segja um það hver taki við stjórastarfinu.

Þeir munu einnig leita ráða hjá Ferguson sjálfum um hver sé rétti maðurinn í starfið.

Fram kemur í grein Mirror að Ferguson hafi í tvígang reynt að fá Blanc sem aðstoðarmann sinn hjá félaginu. Fyrst sumarið 2008 og nú síðast í janúar á þessu ári.

Blanc hafnaði tilboðunum og ákvað að vera áfram hjá Bordeaux.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×