Luciano Spalletti hefur gefið það út að hann sé hættur sem knattspyrnustjóri AS Roma og halda ítalskir fjölmiðlar því fram að Claudio Ranieri muni taka við.
Ranieri var rekinn sem stjóri Juventus í vor en félagið gekk ekki frá þeim málum fyrr en í síðasta mánuði. Samkvæmt því sem kom fram í ítölskum fjölmiðlum þá má Ranieri ekki stýra öðru liði fyrr en um áramótin, samkvæmt samkomulagi hans við Juventus.
„Ég skilaði inn uppsagnarbréfi mínu og beiðnin var umsvifalaust samþykkt," sagði Spalletti í stuttu viðtali við ítalska fjölmiðla.
Hann tók við liðinu árið 2005 og skrifaði nýverið undir framlengingu á samningu sínum.