Innlent

Tuttugu vilja á þing fyrir Samfylkinguna í Reykjavík

Framboðsfrestur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem hefst mánudaginn 9. mars og lýkur laugardaginn 14. mars, rann út á laugardaginn. Alls bárust framboð frá 20 frambjóðendum.

Kjörið fer fram á internetinu, en hefðbundinn kjörstaður verður í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar á Skólabrú við Austurvöll. Kosið verður í átta efstu sætin á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur vegna Alþingiskosninga 2009.

Eftirtaldir 20 frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu:

Anna Pála Sverrisdóttir formaður Ungra jafnaðarmanna sækist eftir 5. sæti

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra stefnir á 4. sætið sem er 2. sætið á framboðslista í öðru hvoru kjördæminu.

Björgvin Valur Guðmundsson leiðbeinandi

sækist eftir 5. til 6. sæti

Dofri Hermannsson varaborgarfulltrúi

sækist eftir 5. til 6. sæti

Helgi Hjörvar þingmaður

sækist eftir 4. sæti

Hörður J. Oddfríðarson áfengis- og vímuefnaráðgjafi og formaður Sundsambands Íslands sækist eftir einu af 8 efstu sætunum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þingmaður og formaður Samfylkingarinnar sækist eftir 2. sæti

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

sækist eftir 1. sæti

Jón Daníelsson blaðamaður og þýðandi

sækist eftir einu af 8 efstu sætunum

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. formaður Alþýðuflokksins sækist eftir einu af 8 fyrstu sætunum, með fyrirvara um breytingar á kosningalögum

Mörður Árnason íslenskufræðingur

sækist eftir 4. sæti

Pétur Tyrfingsson sálfræðingur

sækist eftir einu af 8 fyrstu sætunum

Sigríður Arnardóttir félags- og fjölmiðlafræðingur sækist eftir 5. til 6. sæti

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur og sagnfræðingur sækist eftir 3. til 5 sæti

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir félagsráðgjafi og stjórnsýslufræðingur sækist eftir 5. til 7. sæti

Skúli Helgason stjórnmálafræðingur

sækist eftir 4. sæti

Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður

býður sig fram í eitt af efstu sætunum

Sverrir Jensson veðurfræðingur

sækist eftir 4. til 8. sæti

Valgerður Bjarnadóttir sviðsstjóri

sækist eftir 1. til 4. sæti

Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og utanríkisráðherra sækist eftir 3. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×