KR knúði fram oddaleik 11. apríl 2009 15:44 Jason Dourisseau var frábær hjá KR í leiknum KR-ingar sýndu gríðarlegan karakter í dag þegar þeir fóru til Grindavíkur og unnu 94-83 sigur í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Staðan í þessu frábæra einvígi er þannig orðin jöfn 2-2 og ljóst að úrslitin ráðast í oddaleik í DHL höllinni í Frostaskjóli á mánudagskvöldið. Jason Dourisseau var atkvæðamestur hjá KR með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og þá var Fannar Ólafsson frábær með 20 stig og 13 fráköst. Jón Arnór Stefánsson skoraði 18 stig. Hjá Grindavík var Páll Axel Vilbergsson stigahæstur með 18 stig og Brenton Birmingham og Nick Bradford skoruðu 14 stig hvor. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum á vef KKÍ. 17:36 - Leik lokið. Grindavík 83 - KR 94 KR-ingar vinna verðskuldaðan karaktersigur á Grindvíkingum og hafa nú snúið þessu rosalega einvígi sér í hag. 17:34 - Jón Arnór með nokkuð ótímabært, en galopið þriggja stiga skot, en maður leiksins hirðir sóknarfrákastið. Brotið á Jason, sem setur niður vítin og klára leikinn. 27 stig, 8 fráköst og 5 stoð hjá Jason. Grind 83 - KR 92 17:32 - KR yfir 83-90 þegar innan við mínúta er eftir. Þetta er komið hjá KR nema hér rigni eldi og brennisteini síðustu 50+ sekúndurnar. Gott fólk, við erum að fá oddaleik í þessu rosalega einvígi á annan í páskum. 17:31 - Bradford setti bæði vítin, Jón Arnór svaraði með körfu og Bradford skoraði strax á hinum endanum. Jason svarar og er kominn með 25 stig. 83-90. 17:28 - Leikhlé. Nick Bradford á tvö víti og staðan óbreytt frá því í síðustu færslu. Nú eru hinsvegar aðeins 2:23 mínútur eftir af leiknum og KR í vænlegri stöðu. Benedikt Guðmundsson kreppir hnefann í átt að sínum mönnum þegar hann messar yfir þeim á hliðarlínunni. Eru KR-ingar að tryggja sér oddaleik á heimavelli? 17:27 - Helgi Magnússon fær sína fjórðu villu hjá KR eftir brot á nafna sínum Guðfinnssyni. Sá minnkar muninn í 79-86. Innan við þrjár mínútur eftir. 17:25 - Jón Arnór með stóóóran þrist fyrir KR. Vantar ekkert sjálfstraustið á þeim bænum. Jason á vítalínuna eftir tapaðan bolta hjá Grindavík. Grindavík 78 - KR 86. Flott svar hjá KR. 17:22 - Heilladísirnar eru á bandi Grindvíkinga núna. Þorleifur Ólafsson með ótrúegan þrist af spjaldinu og niður og svo stela þeir boltanum og Brenton skorar úr hraðaupphlaupi. Nauðsynleg rispa fyrir heimamenn sem eru nú aðeins þremur stigum undir 78-81 þegar 4:35 eru til leiksloka. 17:20 - Enn er Fannar að skora fyrir KR. Hirðir svo sitt sjötta sóknarfrákast eftir að hafa klikkað á víti. Loksins skorar Jakob og KR er komið yfir 73-81. Þetta lítur vel út hjá KR núna. Það er stutt á milli í þessari fallegu íþrótt. 17:17 - Fín boltahreyfing hjá KR. Helgi klikkar á þrist en Jason blakar boltanum ofan í. Gri 71 - KR 75 þegar 6:40 eru eftir af leiknum. Þvílík spenna í Grindavík. 17:16 - Aftur hirðir Fannar upp molana fyrir Jakob og skorar. Fannar með 18 stig og 10 fráköst. Frábær leikur hjá honum. Jason kominn inn aftur hjá KR með fjórar villur. Grind 70 - KR 73. 17:15 - Helgi og Jón Arnór skora fyrir KR og koma liðinu yfir 70-71. Vesturbæingar eru ekki dauðir úr öllum æðum hér. 17:10 - Þriðja leikhluta lokið. Grindavík 68 - KR 65 Grindvíkingar eru tíu mínútum frá Íslandsmeistaratitlinum. Páll Axel skoraði 10 stig í þriðja leiklutanum. Besti maður KR er utan vallar með fjórar villur. Finna Benedikt og félagar svör - eða fara þeir í sumarfrí? 17:09 - Arnar Freyr með þrist og kemur Grindavík yfir 67-65. KR í vandræðum núna. Jakob ekki að finna sig. Jón Arnór reynir að skapa sjálfur - gengur ekki. 17:07 - Páll Axel með þrist fyrir Grindavík og keyrir svo inn í teig og skorar í næstu sókn. Allt að verða vitlaust í Grindavík. Benedikt biður um leikhlé. Kappinn kominn með 17 stig og ætlar greinilega að gera sitt til að landa titlinum fyrir Grindavík í kvöld. Grind 64 - KR 65. 17:06 - Fannar Ólafsson fer hamförum hér. Rífur niður sóknarfrákast eftir langskot frá Jakobi og skorar. Fannar með 16 stig og 8 fráköst. 17:05 - KR hefur yfir 55-63 sem er mesti munur sem verið hefur á liðunum í leiknum. 3:20 eftir af þriðja leikhluta. 17:02 - Það hefur verið gaman að fylgjast með Fannari Ólafssyni í þessu úrslitaeinvígi. Kappinn gekk ekki heill til skógar lengst af í deildarkeppninni, en hann ætlar að tjalda öllu sem hann á hér. Grindvíkingar ráða ekki við hann í teignum og geta þakkað fyrir að Fannar hefur verið mikið í villuvandræðum í einvíginu. 17:01 - Fannar skorar enn og er kominn með 13 stig og 7 fráköst. Jason fær sína fjórðu villu hjá KR. Grind 55 - KR 62 þegar 4:20 eru eftir af þriðja leikhluta. 16:59 - Töfrasending frá Jóni Arnóri á Jason inni í teig, en Bandaríkjamaðurinn nær ekki að klára. Jason er með þrjár villur og þarf að gæta sín. Fannar skorar og kominn með 11 stig. Grind 55 - KR 60. 16:57 - Fannar skorar og fær víti að auki hjá KR. Kominn með níu stig. Brenton svarar fyrir Grindavík og er sömuleiðis með níu stig. Grindavík 53 - KR 58. 16:54 - Jason er sjóðandi heitur hjá KR. Setur tvær körfur í röð og er kominn með 19 stig. Nick Bradford kemst strax á blað hjá Grindavík í síðari hálfleik, sem er mikilvægt fyrir heimamenn. 16:52 - Síðari hálfleikur hafinn. Rokk og ról. 16:49 - "Ef þeir ætla að grenja sig til sigurs, þá þeir um það," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur þegar Hörður Magnússon á Stöð 2 spurði hann út í kvartanir KR liðsins um að Grindvíkingar væru að slá mikið á hendurnar á þeim. Þar höfum við það. 16:46 - Grindavík er með 55% skotnýtingu innan línu og aðeins með tvo þrista í níu tilraunum í hálfleiknum. 13 fráköst og 7 tapaða bolta. KR er með 63% skotnýtingu í 2ja stiga skotum og 2 þrista niður af 9 líkt og heimamenn. KR er með 21 fráköst, þar af 7 í sókninni. Þá er liðið með 8 tapaða bolta. 16:39 - Hálfleikur. Grindavík 44 - KR 47. Rosalegum fyrri hálfleik lokið. Honum lauk með umdeildri körfu frá Jason Dourisseau hjá KR, sem hefur verið maður hálfleiksins. Atkvæðamestir hjá Grindavík: Páll Kristins 9 stig, Helgi Jónas 8, Páll Axel 7, Brenton 7 (4 frák), Þorleifur 6, Nick 4 stig (4 stoðs). Atkvæðamestir hjá KR: Jason 15 stig (4 frák, 4 stoðs), Jón Arnór 9, Helgi Magnússon 9, Darri 5, Fannar 4 (6 frák), Jakob 3 (5 frák, 3 stoðs). 16:34 - Þorleifur og Páll Kristins skora tvær í röð fyrir Grindavík. Páll kominn með 9 stig eftir að vörn KR hefur galopnast öðru hvoru. 16:33 - Jason skorar fyrir KR. Sá hefur verið öflugur hér í byrjun, enda á hann inni. Þorleifur Ólafsson að fá sína þriðju villu. Grindavík 35 - KR 42. 16:31 - Helgi Jónas fær sína þriðju villu hjá Grindavík. Þetta var draugavilla, en villa engu að síður. Jón Arnór og Helgi skora og koma KR í 33-39. Flott rispa hjá þeim svarthvítu. 16:28 - Jakob Sigurðarson hefur en ekki fundið sig í þessu einvígi. Munar um minna fyrir KR, enda var hann einn besti maður deildarinnar í vetur. Allt í járnum í leiknum. Grind 33 - KR 34. 4 mín til hálfleiks. 16:26 - Helgi Jónas með skot nær miðju en þriggja stiga línu sem vill ekki niður. Fannar fær dæmt á sig skref hjá KR. Grindavík 31 - KR 32. 16:22 - Vörn KR er mjög grimm núna og Jason Dourisseau er að eiga skínandi leik fyrir gestina. Jason er með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Staðan núna 26-30 fyrir KR. 16:20 - Hinn síungi Helgi Jónas setur niður erfitt skot og fær villu dæmda á KR. Minnkar muninn í 24-26. Jón Arnór svarar á hinum endanum. 16:19 - Jón Arnór setur niður erfitt stökkskot á ferð. Atvinnumaður. KR þarf á öllu hans besta að halda í þessum leik. Grindavík 21 - KR 24. 16:17 - Fyrsta leikhluta lokið. Grindavík 19 - KR 22. Flott byrjun hjá KR-ingum og ekki veitir af í þessum úrslitaleik fyrir liðið. Jason er með 8 stig og 3 stoðsendingar hjá KR. Helgi Magnússon 7 stig. Hjá Grindavík er Brenton Birmingham með 7 stig og Páll Axel 5. 16:15 - Darri Hilmarsson smellir þrist fyrir KR. Gott mál fyrir vesturbæinga sem hafa ekki látið heimamenn slá sig út af laginu hér í fyrsta leikhluta. . 16:14 - Ekki amalegt fyrir Grindavík að geta komið með mann eins og Pál Axel Vilbergsson inn af varamannabekknum. Páll kemur inn, fær boltann á blokkinni, snýr sér við og smellir stökkskoti frá hliðarlínu. Og dúndrar svo þrist í næstu sókn! Grind 17 - KR 17. 16:10 - Ekki vantar tilþrifin hjá heimamönnum. Nick Bradford ver skot KR í spjaldið og út á völl þar sem Þorleifur Ólafsson stoppar á tíu metrunum og tjakkar upp þriggja stiga skoti beint úr smiðju gulra. Skotið vill ekki niður. Staðan 10-10. 16:08 - Því miður fyrir Grindvíkinga virðist Nick Bradford hafa kólnað eitthvað síðan á fimmtudaginn. Kappinn klikkar á fyrstu þremur skotum sínum í leiknum. 16:06 - KR-ingar eru sagðir hafa hlustað á fyrirlestur hjá íþróttasálfræðingi í gær til að koma sér í gírinn fyrir leikinn í kvöld. Sálfræðingurinn hefur líklega gleymt að segja þeim að gæta Helga Jónasar, sem fær að keyra óáreittur inn í vörn þeirra. Grindavík 8 - KR 6. 16:04 - Leikurinn er hafinn með miklum látum. Stemmingin í Röstinni er rosaleg og húsið er troðfullt. KR byrjar vel og kemst yfir 6-5. 15:52 - Byrjunarliðin eru klár. Grindavík: Þorleifur Ólafsson, Helgi Jónas Guðfinnsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson. KR: Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðarson, Jason Dourisseau, Helgi Magnússon og Fannar Ólafsson. 15:51 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá fjórða leik Grindavíkur og KR. Hreimur úr Landi og Sonum er nú að taka lagið í Röstinni og koma fólki í gírinn fyrir þennan rosalega leik þar sem allt er undir. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
KR-ingar sýndu gríðarlegan karakter í dag þegar þeir fóru til Grindavíkur og unnu 94-83 sigur í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildarinnar. Staðan í þessu frábæra einvígi er þannig orðin jöfn 2-2 og ljóst að úrslitin ráðast í oddaleik í DHL höllinni í Frostaskjóli á mánudagskvöldið. Jason Dourisseau var atkvæðamestur hjá KR með 27 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar og þá var Fannar Ólafsson frábær með 20 stig og 13 fráköst. Jón Arnór Stefánsson skoraði 18 stig. Hjá Grindavík var Páll Axel Vilbergsson stigahæstur með 18 stig og Brenton Birmingham og Nick Bradford skoruðu 14 stig hvor. Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum á vef KKÍ. 17:36 - Leik lokið. Grindavík 83 - KR 94 KR-ingar vinna verðskuldaðan karaktersigur á Grindvíkingum og hafa nú snúið þessu rosalega einvígi sér í hag. 17:34 - Jón Arnór með nokkuð ótímabært, en galopið þriggja stiga skot, en maður leiksins hirðir sóknarfrákastið. Brotið á Jason, sem setur niður vítin og klára leikinn. 27 stig, 8 fráköst og 5 stoð hjá Jason. Grind 83 - KR 92 17:32 - KR yfir 83-90 þegar innan við mínúta er eftir. Þetta er komið hjá KR nema hér rigni eldi og brennisteini síðustu 50+ sekúndurnar. Gott fólk, við erum að fá oddaleik í þessu rosalega einvígi á annan í páskum. 17:31 - Bradford setti bæði vítin, Jón Arnór svaraði með körfu og Bradford skoraði strax á hinum endanum. Jason svarar og er kominn með 25 stig. 83-90. 17:28 - Leikhlé. Nick Bradford á tvö víti og staðan óbreytt frá því í síðustu færslu. Nú eru hinsvegar aðeins 2:23 mínútur eftir af leiknum og KR í vænlegri stöðu. Benedikt Guðmundsson kreppir hnefann í átt að sínum mönnum þegar hann messar yfir þeim á hliðarlínunni. Eru KR-ingar að tryggja sér oddaleik á heimavelli? 17:27 - Helgi Magnússon fær sína fjórðu villu hjá KR eftir brot á nafna sínum Guðfinnssyni. Sá minnkar muninn í 79-86. Innan við þrjár mínútur eftir. 17:25 - Jón Arnór með stóóóran þrist fyrir KR. Vantar ekkert sjálfstraustið á þeim bænum. Jason á vítalínuna eftir tapaðan bolta hjá Grindavík. Grindavík 78 - KR 86. Flott svar hjá KR. 17:22 - Heilladísirnar eru á bandi Grindvíkinga núna. Þorleifur Ólafsson með ótrúegan þrist af spjaldinu og niður og svo stela þeir boltanum og Brenton skorar úr hraðaupphlaupi. Nauðsynleg rispa fyrir heimamenn sem eru nú aðeins þremur stigum undir 78-81 þegar 4:35 eru til leiksloka. 17:20 - Enn er Fannar að skora fyrir KR. Hirðir svo sitt sjötta sóknarfrákast eftir að hafa klikkað á víti. Loksins skorar Jakob og KR er komið yfir 73-81. Þetta lítur vel út hjá KR núna. Það er stutt á milli í þessari fallegu íþrótt. 17:17 - Fín boltahreyfing hjá KR. Helgi klikkar á þrist en Jason blakar boltanum ofan í. Gri 71 - KR 75 þegar 6:40 eru eftir af leiknum. Þvílík spenna í Grindavík. 17:16 - Aftur hirðir Fannar upp molana fyrir Jakob og skorar. Fannar með 18 stig og 10 fráköst. Frábær leikur hjá honum. Jason kominn inn aftur hjá KR með fjórar villur. Grind 70 - KR 73. 17:15 - Helgi og Jón Arnór skora fyrir KR og koma liðinu yfir 70-71. Vesturbæingar eru ekki dauðir úr öllum æðum hér. 17:10 - Þriðja leikhluta lokið. Grindavík 68 - KR 65 Grindvíkingar eru tíu mínútum frá Íslandsmeistaratitlinum. Páll Axel skoraði 10 stig í þriðja leiklutanum. Besti maður KR er utan vallar með fjórar villur. Finna Benedikt og félagar svör - eða fara þeir í sumarfrí? 17:09 - Arnar Freyr með þrist og kemur Grindavík yfir 67-65. KR í vandræðum núna. Jakob ekki að finna sig. Jón Arnór reynir að skapa sjálfur - gengur ekki. 17:07 - Páll Axel með þrist fyrir Grindavík og keyrir svo inn í teig og skorar í næstu sókn. Allt að verða vitlaust í Grindavík. Benedikt biður um leikhlé. Kappinn kominn með 17 stig og ætlar greinilega að gera sitt til að landa titlinum fyrir Grindavík í kvöld. Grind 64 - KR 65. 17:06 - Fannar Ólafsson fer hamförum hér. Rífur niður sóknarfrákast eftir langskot frá Jakobi og skorar. Fannar með 16 stig og 8 fráköst. 17:05 - KR hefur yfir 55-63 sem er mesti munur sem verið hefur á liðunum í leiknum. 3:20 eftir af þriðja leikhluta. 17:02 - Það hefur verið gaman að fylgjast með Fannari Ólafssyni í þessu úrslitaeinvígi. Kappinn gekk ekki heill til skógar lengst af í deildarkeppninni, en hann ætlar að tjalda öllu sem hann á hér. Grindvíkingar ráða ekki við hann í teignum og geta þakkað fyrir að Fannar hefur verið mikið í villuvandræðum í einvíginu. 17:01 - Fannar skorar enn og er kominn með 13 stig og 7 fráköst. Jason fær sína fjórðu villu hjá KR. Grind 55 - KR 62 þegar 4:20 eru eftir af þriðja leikhluta. 16:59 - Töfrasending frá Jóni Arnóri á Jason inni í teig, en Bandaríkjamaðurinn nær ekki að klára. Jason er með þrjár villur og þarf að gæta sín. Fannar skorar og kominn með 11 stig. Grind 55 - KR 60. 16:57 - Fannar skorar og fær víti að auki hjá KR. Kominn með níu stig. Brenton svarar fyrir Grindavík og er sömuleiðis með níu stig. Grindavík 53 - KR 58. 16:54 - Jason er sjóðandi heitur hjá KR. Setur tvær körfur í röð og er kominn með 19 stig. Nick Bradford kemst strax á blað hjá Grindavík í síðari hálfleik, sem er mikilvægt fyrir heimamenn. 16:52 - Síðari hálfleikur hafinn. Rokk og ról. 16:49 - "Ef þeir ætla að grenja sig til sigurs, þá þeir um það," sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur þegar Hörður Magnússon á Stöð 2 spurði hann út í kvartanir KR liðsins um að Grindvíkingar væru að slá mikið á hendurnar á þeim. Þar höfum við það. 16:46 - Grindavík er með 55% skotnýtingu innan línu og aðeins með tvo þrista í níu tilraunum í hálfleiknum. 13 fráköst og 7 tapaða bolta. KR er með 63% skotnýtingu í 2ja stiga skotum og 2 þrista niður af 9 líkt og heimamenn. KR er með 21 fráköst, þar af 7 í sókninni. Þá er liðið með 8 tapaða bolta. 16:39 - Hálfleikur. Grindavík 44 - KR 47. Rosalegum fyrri hálfleik lokið. Honum lauk með umdeildri körfu frá Jason Dourisseau hjá KR, sem hefur verið maður hálfleiksins. Atkvæðamestir hjá Grindavík: Páll Kristins 9 stig, Helgi Jónas 8, Páll Axel 7, Brenton 7 (4 frák), Þorleifur 6, Nick 4 stig (4 stoðs). Atkvæðamestir hjá KR: Jason 15 stig (4 frák, 4 stoðs), Jón Arnór 9, Helgi Magnússon 9, Darri 5, Fannar 4 (6 frák), Jakob 3 (5 frák, 3 stoðs). 16:34 - Þorleifur og Páll Kristins skora tvær í röð fyrir Grindavík. Páll kominn með 9 stig eftir að vörn KR hefur galopnast öðru hvoru. 16:33 - Jason skorar fyrir KR. Sá hefur verið öflugur hér í byrjun, enda á hann inni. Þorleifur Ólafsson að fá sína þriðju villu. Grindavík 35 - KR 42. 16:31 - Helgi Jónas fær sína þriðju villu hjá Grindavík. Þetta var draugavilla, en villa engu að síður. Jón Arnór og Helgi skora og koma KR í 33-39. Flott rispa hjá þeim svarthvítu. 16:28 - Jakob Sigurðarson hefur en ekki fundið sig í þessu einvígi. Munar um minna fyrir KR, enda var hann einn besti maður deildarinnar í vetur. Allt í járnum í leiknum. Grind 33 - KR 34. 4 mín til hálfleiks. 16:26 - Helgi Jónas með skot nær miðju en þriggja stiga línu sem vill ekki niður. Fannar fær dæmt á sig skref hjá KR. Grindavík 31 - KR 32. 16:22 - Vörn KR er mjög grimm núna og Jason Dourisseau er að eiga skínandi leik fyrir gestina. Jason er með 10 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Staðan núna 26-30 fyrir KR. 16:20 - Hinn síungi Helgi Jónas setur niður erfitt skot og fær villu dæmda á KR. Minnkar muninn í 24-26. Jón Arnór svarar á hinum endanum. 16:19 - Jón Arnór setur niður erfitt stökkskot á ferð. Atvinnumaður. KR þarf á öllu hans besta að halda í þessum leik. Grindavík 21 - KR 24. 16:17 - Fyrsta leikhluta lokið. Grindavík 19 - KR 22. Flott byrjun hjá KR-ingum og ekki veitir af í þessum úrslitaleik fyrir liðið. Jason er með 8 stig og 3 stoðsendingar hjá KR. Helgi Magnússon 7 stig. Hjá Grindavík er Brenton Birmingham með 7 stig og Páll Axel 5. 16:15 - Darri Hilmarsson smellir þrist fyrir KR. Gott mál fyrir vesturbæinga sem hafa ekki látið heimamenn slá sig út af laginu hér í fyrsta leikhluta. . 16:14 - Ekki amalegt fyrir Grindavík að geta komið með mann eins og Pál Axel Vilbergsson inn af varamannabekknum. Páll kemur inn, fær boltann á blokkinni, snýr sér við og smellir stökkskoti frá hliðarlínu. Og dúndrar svo þrist í næstu sókn! Grind 17 - KR 17. 16:10 - Ekki vantar tilþrifin hjá heimamönnum. Nick Bradford ver skot KR í spjaldið og út á völl þar sem Þorleifur Ólafsson stoppar á tíu metrunum og tjakkar upp þriggja stiga skoti beint úr smiðju gulra. Skotið vill ekki niður. Staðan 10-10. 16:08 - Því miður fyrir Grindvíkinga virðist Nick Bradford hafa kólnað eitthvað síðan á fimmtudaginn. Kappinn klikkar á fyrstu þremur skotum sínum í leiknum. 16:06 - KR-ingar eru sagðir hafa hlustað á fyrirlestur hjá íþróttasálfræðingi í gær til að koma sér í gírinn fyrir leikinn í kvöld. Sálfræðingurinn hefur líklega gleymt að segja þeim að gæta Helga Jónasar, sem fær að keyra óáreittur inn í vörn þeirra. Grindavík 8 - KR 6. 16:04 - Leikurinn er hafinn með miklum látum. Stemmingin í Röstinni er rosaleg og húsið er troðfullt. KR byrjar vel og kemst yfir 6-5. 15:52 - Byrjunarliðin eru klár. Grindavík: Þorleifur Ólafsson, Helgi Jónas Guðfinnsson, Nick Bradford, Brenton Birmingham og Páll Kristinsson. KR: Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðarson, Jason Dourisseau, Helgi Magnússon og Fannar Ólafsson. 15:51 - Heilir og sælir lesendur og velkomnir í beina lýsingu frá fjórða leik Grindavíkur og KR. Hreimur úr Landi og Sonum er nú að taka lagið í Röstinni og koma fólki í gírinn fyrir þennan rosalega leik þar sem allt er undir.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum