Grindavík hefur aldrei unnið oddaleik hjá konunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2009 13:54 Grindvíkingurinn Petrúnella Skúladóttir hefur ekki enn verið í sigurliði í oddaleik. Mynd/Valli Grindavíkurstúlkur þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þær sér að vinna oddaleikinn gegn KR í dag og komast þar með í undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Kvennalið Grindavíkur hefur nefnilega aldrei unnið oddaleik í sextán ára sögu úrslitakeppni kvenna en leikurinn í DHL-Höllinni í dag verður fimmti oddaleikur Grindavíkur frá upphafi. Grindavík hefur spilað alla þessa leiki á útivelli og svo verður einnig raunin að þessu sinni. Það munaði ekki miklu í fyrsta oddaleiknum fyrir sextán árum síðar. Grindavík var þá í heimsókn í Keflavík og var 55-56 yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Keflavík skoraði fjögur síðustu stigin í leiknum og það var síðan Kristín Blöndal sem tryggði Keflavík 59-56 sigur með því að setja niður tvö vítaskot á úrslitastundu. 2003 tapaði Grindavík 54-74 fyrir KR í oddaleik undanúrslitanna en leikurinn fór fram í DHL-Höllinni. Bandaríski leikmaður KR, Jessica Stomski, var með 31 stig og 25 fráköst í leiknum eða 22 stigum og 17 fráköstum meira en bandaríski leikmaður Grindavíkur, Denise Shelton. Árið eftir tapaði Grindavík 62-66 í hörkuleik í Keflavík þegar liðið spilaði oddaleik gegn Keflavík um sæti í lokaúrslitunum. Grindavík byrjaði vel og var 39-34 yfir í hálfleik en það dugði ekki til. Grindavík var einnig í oddaleik í DHL-Höllinni í fyrra og tapaði þá með 14 stigum, 83-69. KR-ingarnir Hildur Sigurðardóttir og Sigrún Ámundadóttir áttu þarna báðar mjög góðan leik og skoruðu saman 41 stig auk þess að taka saman 16 fráköst og gefa saman 13 stoðsendingar. Tveir leikmenn Grindavíkurliðsins í dag hafa verið með i þremur af þessum fjórum oddaleikjum. Það eru þær Petrúnella Skúladóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir sem voru með Grindavík í oddaleikjum 2003, 2004 og 2008. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið stigahæsti íslenski leikmaður Grindavíkur í tveimur síðustu oddaleikjum liðsins en hún hefur skorað 15 stig í þeim báðum þar af hitti hún 6 af 10 skotum sínum í fyrra og tók 10 fráköst í leiknum í Keflavík fyrir fimm árum. Oddaleikir Grindavíkur í sögu úrslitakeppni kvenna ... um sæti í lokaúrslitum: 1993: Keflavík 59-56 Grindavík2003: KR 74-54 Grindavík2004: Keflavík 66-62 Grindavík2008: KR 83-69 Grindavík Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Grindavíkurstúlkur þurfa að brjóta blað í sögu félagsins ætli þær sér að vinna oddaleikinn gegn KR í dag og komast þar með í undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Kvennalið Grindavíkur hefur nefnilega aldrei unnið oddaleik í sextán ára sögu úrslitakeppni kvenna en leikurinn í DHL-Höllinni í dag verður fimmti oddaleikur Grindavíkur frá upphafi. Grindavík hefur spilað alla þessa leiki á útivelli og svo verður einnig raunin að þessu sinni. Það munaði ekki miklu í fyrsta oddaleiknum fyrir sextán árum síðar. Grindavík var þá í heimsókn í Keflavík og var 55-56 yfir þegar tæp mínúta var til leiksloka. Keflavík skoraði fjögur síðustu stigin í leiknum og það var síðan Kristín Blöndal sem tryggði Keflavík 59-56 sigur með því að setja niður tvö vítaskot á úrslitastundu. 2003 tapaði Grindavík 54-74 fyrir KR í oddaleik undanúrslitanna en leikurinn fór fram í DHL-Höllinni. Bandaríski leikmaður KR, Jessica Stomski, var með 31 stig og 25 fráköst í leiknum eða 22 stigum og 17 fráköstum meira en bandaríski leikmaður Grindavíkur, Denise Shelton. Árið eftir tapaði Grindavík 62-66 í hörkuleik í Keflavík þegar liðið spilaði oddaleik gegn Keflavík um sæti í lokaúrslitunum. Grindavík byrjaði vel og var 39-34 yfir í hálfleik en það dugði ekki til. Grindavík var einnig í oddaleik í DHL-Höllinni í fyrra og tapaði þá með 14 stigum, 83-69. KR-ingarnir Hildur Sigurðardóttir og Sigrún Ámundadóttir áttu þarna báðar mjög góðan leik og skoruðu saman 41 stig auk þess að taka saman 16 fráköst og gefa saman 13 stoðsendingar. Tveir leikmenn Grindavíkurliðsins í dag hafa verið með i þremur af þessum fjórum oddaleikjum. Það eru þær Petrúnella Skúladóttir og Jovana Lilja Stefánsdóttir sem voru með Grindavík í oddaleikjum 2003, 2004 og 2008. Ólöf Helga Pálsdóttir hefur verið stigahæsti íslenski leikmaður Grindavíkur í tveimur síðustu oddaleikjum liðsins en hún hefur skorað 15 stig í þeim báðum þar af hitti hún 6 af 10 skotum sínum í fyrra og tók 10 fráköst í leiknum í Keflavík fyrir fimm árum. Oddaleikir Grindavíkur í sögu úrslitakeppni kvenna ... um sæti í lokaúrslitum: 1993: Keflavík 59-56 Grindavík2003: KR 74-54 Grindavík2004: Keflavík 66-62 Grindavík2008: KR 83-69 Grindavík
Dominos-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum